VEÐURHÆÐIN

Reykjavík, 2022

Á tímum stafræns lífsstíls, félagslegrar einangrunar og ófyrirsjáanlegra loftslagsbreytinga höfum við meiri þörf fyrir jarðtengingu og tengingu við annað fólk en nokkru sinni fyrr. 

Á Veðurhæðinni viljum við skapa vinalegt og grænt umhverfi sem tengir saman fólk, fyrirtæki og stofnanir í gegnum samvistir, samvinnu og samnýtingu. 

Tenging milli hverfa

Við viljum tengja saman Öskjuhlíð, Hlíðar, Leiti og Kringlu með skemmtilegu hverfi sem býður alla velkomna sem vilja skapa sér heimili og verða hluti af líflegu nágrannasamfélagi. Veðurhæðin verður félagsmiðstöð og tengipunktur á milli þessara hverfa. 

Á Veðurhæðinni er kjörið tækifæri til þess að brúa bilið milli aðliggjandi hverfa sem í dag eru slitin sundur af umferðarþungum götum. Borgarlínan mun liggja við hliðina á Veðurhæðinni sem einnig styrkir vistvænan og bíllausan lífsstíl í hverfinu.