BAUGUR BJÓLFS
Seyðisfjörður, 2025
Hönnun 2021. Vinningstillaga í samkeppni.
Byggt 2024-2025
Meðhönnuðir:
ESJA Arkitektúr, Anna Kristín Guðmundsdóttir, exa nordic, Kjartan Mogensen
Verkkaupi: Múlaþing
Baugur Bjólfs er hringlaga útsýnispallur sem situr á Bæjarbrún. Hér er einstakt útsýni yfir Seyðisfjörð — frá mynni fjarðarins, yfir bæinn, fjallahringinn og suðvestur inn í dalinn. Að ofanverðu gnæfa tindar Bjólfs yfir.
Samspil stórbrotinnar náttúru og forms baugsins skapar áhrifaríka upplifun. Hluti baugsins skagar út yfir fjallshlíðina sem gefur svífandi en örugga upplifun. Náttúran og umhverfið er í forgrunni en hringlaga útsýnispallurinn er falleg viðbót og magnar áhrifin í einfaldleika sínum. Baugurinn veitir örugga umgjörð með greiðu aðgengi fyrir alla til þess að dvelja og njóta útsýnisins.

