SKÓLAR
Skólabyggingar eru í senn námsumhverfi og vinnustaður. Okkur hjá Arkibygg þykir því fylgja sérstök ábyrgð og ánægja við að hanna skólabyggingar.
Í Bíldudalsskóla lögðum við sérstaka áherslu á að skapa gott flæði í skólanum og nýta alla fermetra til hins ýtrasta. Gangarnir eru ekki aðeins til að komast á milli svæða heldur eru innbyggðir setkrókar og bókahillur fyrir slökun og lestur.
Áhersla er á góða dagsbirtuhönnun þar sem einstakt útsýnið yfir Arnafjörðinn nýtur sín. Rannsóknir hafa sýnt fram á bættan námsárangur og líðan fólks sem dvelur í björtum rýmum með góðu útsýni.
BÍLDUDALSSKÓLI

