Vinningstillaga

BAUGUR BRJÓLFS

Baugur Bjólf­s er hringlaga útsýnispallur sem situr á Bæjarbrún. Hér er einstakt útsýni yfir Seyðisfjörð — frá mynni fjarðarins, yfir bæinn, fjallahringinn og suðvestur inn í dalinn. Að ofanverðu gnæfa tindar Bjólf­s yfir.

Í Landnámu er sagt frá landnámsmanninum Bjólf­i sem fyrstur nam Seyðisfjörð. Ekki er mikið fjallað um ferðir Bjólf­s í Landnámabók, en sagan segir að hann sé heygður hátt uppi í fjallinu. Minjar hafa fundist frá landnámsöld á svæðinu, en höfðingjar voru iðulega heygðir með sverð sín, skart og silfur. Haugf­é Bjólf­s hefur ekki fundist, en við gefum ímyndunaraflinu lausan tauminn og látum Bjólf­i eftir silf­urbaug mikinn.

Baugur Bjólf­s er hringlaga útsýnispallur sem situr á Bæjarbrún. Hér er einstakt útsýni yfir Seyðisfjörð — frá mynni fjarðarins, yfir bæinn, fjallahringinn og suðvestur inn í dalinn. Að ofanverðu gnæfa tindar Bjólf­s yfir.

Hringurinn er leikandi vísun í söguna en hringformið hefur einnig mikil gæði í einfaldleika sínum, bæði hvað varðar upplifun og tæknilega útfærslu.

Hugmyndafræði

Samspil stórbrotinnar náttúru og forms baugsins skapar áhrifaríka upplifun. Hluti baugsins skagar út yfir fjallshlíðina sem gefur svífandi en örugga upplifun. Útsýnið er að miklu leyti í hvarfi uppi á Bæjarbrún, en þegar komið er á þennan svífandi hluta hringsins birtist hið einstaka útsýni yfir fjörðinn og bæinn. Að ganga hringinn veitir 360 gráðu útsýni. Náttúran og umhverfið er í forgrunni en hringlaga útsýnispallurinn er falleg viðbót og magnar áhrifin í einfaldleika sínum. Baugurinn veitir örugga umgjörð með greiðu aðgengi fyrir alla til þess að dvelja og njóta útsýnisins. Áhersla er lögð á að lágmarka jarðrask en baugurinn liggur stöðugur ofan á landslaginu.

Baugurinn

Baugur Bjólf­s og aðliggjandi umhverfi sem áfangastaður verður mikið aðdráttarafl. Notkunin er fjölbreytt, hægt er að hreyfa sig, standa eða sitja í hringnum og dvelja þar í styttri eða lengri tíma.
Útsýnispallurinn er steyptur sem fellur vel að grófu umhverfinu. Efnið er mjög búið og viðhaldslítið, en allar veður von er að svæðinu og snjóflóðahætta. Þversniðið er með þrepi sem skapar sæti allan hringinn, sem bæði er hægt að sitja á eða ganga.
Hér fer vel saman burðarþolshönnun og notkunarmöguleikar á mannvirkinu.
Baugurinn hallar tvær gráður niður við lárett svo að hann hvílir náttúrulega á landslaginu og fyrir afrennsli vatns.
Handrið að utanverðu er úr viðhaldslífru galvaniseruðu stáli og að innanverðu úr austfirsku lerki. Timburhandriðið er þéttara og hjálpar til við skjólmyndun. Efra þrepið er klætt með timburborðum á völdum stöðum sem gefur hlýra yfirborð til að sitja á.

Next
Next

Orustustaðir